Stjórnendur Norwegian hafa ákveðið að leggja niður flugið milli Madrídar, höfuðborgar Spánar, og Keflavíkurflugvallar í byrjun næsta árs.

Þetta kemur fram í frétt á vef Túrista sem hefur eftir talsmanni flugfélagsina að þetta sé í samræmi við stefnumörkun stjórnenda Norwegian sem miðað að því að gera reksturinn arðbærari.

Norwegian var eina flugfélagið sem bauð upp á ferðir til Madrídar yfir veturinn en um sumarið bætast við Iberia Express og Icelandair.

Hins vegar hefur engin breyting orðið á flugi Norwegian milli Barselóna og Keflavíkurflugvallar.