Launavísitala í apríl hækkaði um 1,6 prósent frá fyrri mánuði og skýrist verulegur hluti hækkunar af hagvaxtarauka sem kveðið er á um í kjarasamningum. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5 prósent.