Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að í ljósi aðstæðna ætti að slá á frest fyrirhuguðum launahækkunum á almennum vinnumarkaði sem eiga að taka gildi um komandi mánaðamót, að minnsta kosti fram á árið.

„Að óbreyttu mun launakostnaður hækka um tugi milljarða á ársgrundvelli miðað við fyrirliggjandi launahækkanir. Hafa íslensk fyrirtæki efni á því í núverandi árferði? Einfalda svarið við þeirri spurningu er: Nei,“ segir Ásta í aðsendri grein í Markaðnum.

Telur hún að launahækkanir á tímum þegar fjölmörg fyrirtæki eigi á hættu að fara í gjaldþrot á næstu mánuðum muni auka enn á atvinnuleysið.