Kosin var ný stjórn hjá FKA Suður­landi í gær, Her­dís Frið­riks­dóttir, Hrönn Vil­helms­dóttir, Íris Tinna Margrétar­dóttir, Jessi Kingan, Margrét Ing­þórs­dóttir og Svan­hildur Jóns­dóttir.

FKA Suður­land er deild innan sam­takanna sem er hreysti­völlur fyrir konur á suður­landi sem vilja stór­efla tengsla­netið, styrkja sig og hafa á­hrif í ís­lensku at­vinnu­lífi.

„Ég hlakka mikið til að fá að takast á við þetta skemmti­lega hlut­verk og hvet konur til að koma með,“ segir Lauf­ey Guð­munds­dóttir sem var kjörin for­maður FKA Suður­landi í gær.

„Í gær af­henti Auður Ingi­björg Otte­sen rit­stjóri og eig­andi tíma­ritsins Sumar­húsið og garðurinn keflið yfir til mín. Hún hefur gert stór­kost­lega hluti fyrir deildina sem for­maður og í okkar huga Orku­bú Suður­lands,“ bætir Lauf­ey Guð­munds­dóttir við.

Kröftugt starfs­ár á Suðurlandi framundan.

„Það er kröftugt starfs­ár, full af tæki­færum, sem nú er hafið hjá Fé­lagi kvenna í at­vinnu­lífinu. Næst á dag­skrá hjá FKA Suður­landi er að taka á móti At­vinnu­rek­enda­deild FKA sem fer í spennandi haust­ferð um suður­landið dagana 8.-10. októ­ber. „Hvet konur til að skrá sig í þá ferð og tryggja sér sæti en það er margt annað fram undan. Sam­talið við hinar lands­byggðar­deildirnar heldur á­fram að gefa en það sam­starf hófst form­lega í fyrra þegar við skipu­lögðum frá­bæra lands­byggða­ráð­stefnu. Við komum til með að halda því á­fram,“ segir Lauf­ey að lokum.

Hægt er að sækja um aðild á for­síðu heima­síðu Fé­lags kvenna í at­vinnu­lífinu á www.fka.is

Lauf­ey Guð­munds­dóttir var kjörin for­maður FKA Suður­landi í gær
Mynd/Aðsend