Lárus Elíasson hefur verið ráðinn í starf fasteignastjóra Hörpu. Hann hefur störf í byrjun nóvember.

Lárus er með meistaragráðu í stjórnun fyrirtækja (MBA) auk meistaragráðu í vélaverkfræði (Dipl.-Ing. Mach) og hefur lengst af starfað sem stjórnandi í orkugeiranum, bæði innanlands og utan, við sölu, hönnun, smíði og gangsetningu virkjana.

Á meðal annarra starfa Lárusar má nefna margvísleg verkefni á sviði rekstrar og stjórnunar, úttekt og eftirlit með flugvöllum auk kennslu í verkefnastjórnun og rekstri fyrirtækja við HÍ.

Lárus er kvæntur Ingibjörgu Óðinsdóttur og þau eiga 4 börn og 2 barnabörn.

Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að höfuðáhersla sé lögð á að allur rekstur sé í samræmi við metnaðarfull markmið í umhverfismálum. Hlutverk fasteignastjóra Hörpu sé því bæði mikilvægt og fjölþætt hvað varðar innleiðingu á grænum skrefum.