GeoSalmo á­formar að byggja upp land­eldi á um­hverfis­vænum laxi í lokuðu fisk­eldis­kerfi á landi vestan Þor­láks­hafnar. Á­ætlanir gera ráð fyrir allt að 24 þúsund tonna eldi þegar stöðin verður komin í fullan rekstur, en fyrsti á­fangi nemur um 7.300 tonnum. Fyrir­tækið ætlar sér að verða leiðandi aðili í þróun fisk­eldis á landi á Ís­landi og fram­leiða vöru til sölu á inn­lendum og er­lendum mörkuðum.

GeoSalmo er langt komið með undir­búning að fram­kvæmdum. Fyrir­tækið hefur lagt fram um­hverfis­mats­skýrslu og er um­sagnar­frestur fyrir hana ný­liðinn. Niður­staða í leyfis­málum mun liggja fyrir á næstu vikum og mánuðum. Allt eru þetta mikil­vægir liðir í að fram­kvæmdir geti hafist.

GeoSalmo hefur einnig samið við norska fyrir­tækið Artec-Aqua um hönnun og verkum­sjón fyrir verk­efnið en það fyrir­tæki hefur byggt fisk­eldis­stöðvar á landi í Noregi.

„Eftir­spurn eftir grænu orkunni okkar er miklu meiri en við náum að sinna og við höfum þurft að segja nei við mörgum góðum verk­efnum. Við for­gangs­röðum orku­sölunni, meðal annars í þágu aukinnar al­mennrar notkunar, orku­skipta og ný­sköpunar. Fyrir­ætlanir GeoSalmo um land­eldi, með á­herslu á sjálf­bærni og um­hverfis­vænan rekstur, falla mjög vel að þessari for­gangs­röðun okkar,“ segir Hörður Arnar­son, for­stjóri Lands­virkjunar.

Jens Þórðar­son, fram­kvæmda­stjóri GeoSalmo, tekur í sama streng og segist á­nægður með á­fangann sem leggur grunn að orku­samningi við Lands­virkjun.

„Vinnu við und­búning miðar vel, en núna erum við að stíga loka­skrefin í nauð­syn­legum leyfis­um­sóknum, samninga­gerð, fjár­mögnun og öðrum undir­búningi. Það er mikill styrkur fyrir verk­efnið að Lands­virkjun sé til­búin að taka þetta skref með okkur. Við erum bjart­sýn á fram­tíðina og leggjum á­herslu á að starf­semi fyrir­tækisins verði í góðri sátt við um­hverfi og sam­fé­lag auk þess að fram­leiða há­gæða­vöru fyrir okkar við­skipta­vini,“ segir Jens.