Ein helstu hagsmunasamtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, mun yfirgefa New York og halda til Texas en þau hafa nú óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Markmiðið er að byggja samtökin upp á ný þar sem þau verða óhagnaðardrifin og ber áætlun þeirra nafnið „Project Freedom.“
Samtökin greindu þó frá því í yfirlýsingu að þau væru ekki í efnahagslegum vandræðum og að fjárhagur þeirra væri sterkari en áður fyrr en breytingin myndi hagræða rekstur samtakanna.
Harðlega gagnrýnd
Ýmislegt hefur gengið á innan samtakanna síðastliðin ár en mikil ósátt hefur verið milli stjórnenda og hafa samtökin verið sökuð um fjármálamisferli. Þá hefur ákall ákveðinna hópa, um að herða þurfi löggjöf þegar kemur að byssum, verið mjög áberandi.
Þá höfðaði ríkissaksóknari New York, Letitia James, mál á hendur samtakanna í sumar þar sem hún sakaði stjórnendur um að brjóta lög um óhagnaðardrifin samtök og að nota fjármagn samtakanna til eigin nota.
Í dag gaf hún lítið fyrir yfirlýsingar samtakanna. „Fjárhagsástand NRA er nú loks það sama og siðferðisástand þeirra: Gjaldþrota,“ sagði James.
NEW: The NRA is filing for bankruptcy and moving to Texas in a major restructuring pic.twitter.com/vw6VW4ehyT
— Ethan Kraft (@ethan_kraft) January 15, 2021