Land­spítalinn hefur nú skrifað undir samning við Pay­Ana­lytics um notkun á hug­búnaði þess við jafn­launa­greiningar spítalans en þetta kemur fram í til­kynningu um málið. Sam­starfið kemur til með að auð­velda Land­spítalanum að ná jafn­launa­vottun fyrir lok árs.

“Samningurinn við Land­spítala er þýðingar­mikill fyrir Pay­Ana­lytics, bæði vegna þess að stærsti vinnu­staður landsins sér sér hag í að taka lausnina okkar í notkun en ekki síst vegna metnaðarins sem við sjáum þau leggja í að út­rýma kyn­bundnum launa­mun,“ segir Sigur­jón Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Pay­Ana­lytics í til­kynningunni.

Sam­kvæmt til­kynningunni hafa fjöl­mörg fyrir­tæki, sveitar­fé­lög og stofnanir nýtt sér hug­búnaðar­lausn Pay­Ana­lytics við launa­á­kvarðanir en hug­búnaðurinn greinir launa­mun kynjanna og kemur með lausnir til úr­bóta á­samt því að reikna kostnaðinn við að­gerðir til að eyða launa­bilinu.

„Við getum núna með auð­veldum hætti haldið utan um launa­greiningar og launa­á­kvarðanir verða mark­vissari þar sem þær verða alltaf teknar út frá nýjustu upp­lýsingum,” segir Lú­vísa Sigurðar­dóttir, verk­efnis­stjóri jafn­launa­kerfis spítalans.