Yfirvöld á Sri Lanka hafa stöðvað sölu á eldsneyti til landsmanna næstu tvær vikurnar. Efnahagsástand landsins er afar bágborið um þessar mundir og hafa yfirvöld átt í stökustu vandræðum með að flytja inn nauðsynjar á borð við eldsneyti og mat.
Í frétt BBC kemur fram að aðeins strætisvagnar, lestar og ökutæki lögreglu, slökkviliðs og sjúkraliðs muni hafa aðgang að olíu og bensíni. Skólum á strjálbýlli svæðum hefur verið lokað og þá yfirvöld biðlað til fólks um að sinna vinnu sinni heima ef það mögulega getur.
Sri Lanka fór býsna illa út úr kórónuveirufaldrinum og þá hefur hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu gert þunga stöðu enn þyngri. Er nú svo komið að yfirvöld á Sri Lanka eiga ekki nægan gjaldeyrisforða til að greiða fyrir innflutning á nauðsynjum.
Aðgerðirnar sem tilkynntar voru í gær munu gilda til 10. júlí næstkomandi og er viðbúið að þær muni hafa mikil áhrif á þær 22 milljónir manna sem búa í þessu eyríki út af suðausturströnd Indlandsskaga.