Fjárfestingateymi Eignastýringar Landsbankans, sem áður heyrði undir Markaði Landsbankans, er nú orðið hluti af Landsbréfum og tók sú breyting gildi 1. júlí. Við þá breytingu færðust þrír starfsmenn frá Landsbankanum til Landsbréfa.

„Með þessu er aukið á sérhæfingu en nú fer öll eignastýring fram hjá Landsbréfum, sem er sérhæft eignastýringafélag, en þjónusta vegna eignastýringar verður sem fyrr hjá Landsbankanum,“ segir í svari frá Landsbankanum.

Guðrún Una Valsdóttir er forstöðumaður eignastýringar Landsbréfa. Hún nam viðskiptafræði við Háskóla Íslands, lauk M.Sc. gráðu í fjármálum frá sama skóla og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Einnig er Guðrún Una með B.A. próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og með starfsréttindi (framhaldsnám) í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands.

Þá starfa þar einnig Ólafur Frímann Gunnarsson sem er með cand.oceon gráðu í viðskiptafræði af fjármálasviði Háskóla Íslands og Arnar Davíð Arngrímsson sem er með M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands, B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

pjimage (3).jpg

Fréttin var uppfærð í samræmi við svar frá Landsbankanum.