Lands­bankinn er orðinn nýr bak­hjarl Hönnunar­Mars og verður sam­starfs­aðili há­tíðarinnar næstu þrjú árin. Há­tíðin mun fara fram í fimm­tánda sinn í maí á næsta ári og hefur fest sig í sessi sem mikil­vægt sam­fé­lags­verk­efni þar sem á­hersla er lögð á ný­sköpun, sjálf­bærni og nýjar lausnir.

Há­tíðin er ein af sex borgar­há­tíðum Reykja­víkur­borgar og dregur að sér fjöl­breyttan hóp gesta, al­menning jafnt sem inn­lent og er­lent fag­fólk.

„Með sam­starfinu við Hönnunar­Mars viljum við styðja við ís­lenska hönnun, arki­tektúr og mikil­vægt frum­kvöðla­starf. Há­tíðin hefur vaxið og dafnað undan­farin ár og laðar til sín mikinn fjölda gesta. Lands­bankinn styður við margs­konar menningar- og í­þrótta­starf um allt land og við erum á­nægð og stolt af því að vera nú orðin einn af öflugum bak­hjörlum Hönnunar­Mars,“ segir Sara Páls­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Sam­fé­lags Lands­bankans.

Helga Ólafs­dóttir, stjórnandi Hönnunar­Mars, fagnar því að fá Lands­bankann til liðs við Hönnunar­Mars, enda gríðar­lega mikil­vægt fyrir há­tíðina að vera með góða og öfluga bak­hjarla.

„Lands­bankinn hefur sýnt það í verki í gegnum tíðina að styðja vel við skapandi greinar og menningar­líf landsins. Saman getum við eflt Hönnunar­Mars sem helsta kynningar­afl ís­lenskrar hönnunar og við hlökkum til sam­starfsins fram­undan.“