Landsbankinn hefur ákveðið að lækka vexti í takt við nýlega stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans. Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 36 og 60 mánaða lækka um 0,25 prósentustig og breytilegir óverðtryggðir vextir lækka almennt um 0,05-0,25 prósentustig. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,10 prósentustig.

Þá lækka breytilegir vextir bíla- og tækjafjármögnunar um 0,10 prósentustig og yfirdráttarvextir lækka um 0,25 prósentustig.

Innlánsvextir almennra veltureikninga og verðtryggðir vextir eru óbreyttir en aðrir innlánsvextir standa ýmist í stað eða lækka um 0,05-0,25 prósentustig.