Ný vaxta­tafla Lands­bankans tekur gildi þann 14. apríl og lækka breyti­legir vextir í­búða­lána um 0,10 prósentu­stig. Fastir ó­verð­tryggðir í­búða­lána­vextir lækka um 0,30-0,40 prósentu­stig og fastir verð­tryggðir í­búða­lána­vextir til 60 mánaða lækka um 0,10 prósentu­stig. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Lands­bankanum. Inn­láns­vextir í ís­lenskum krónum verða ó­breyttir.

Kjör­vextir til fyrir­tækja og breyti­legir vextir vegna bíla- og tækja­fjár­mögnunar lækka um 0,10 prósentu­stig. Yfir­dráttar­vextir verða ó­breyttir. Lands­bankinn lækkaði síðast vexti 23. mars sl., í kjöl­far vaxta­á­kvörðunar Seðla­banka Ís­lands. Þá lækkuðu breyti­legir vextir í­búða­lána um 0,40 prósentu­stig. Eftir síðustu breytingu urðu breyti­legir vextir ó­verð­tryggðra í­búða­lána 4,10 prósent.

„Vaxta­á­kvörðun nú tekur einkum mið af ný­legri lækkun banka­skatts, sem var hluti af við­brögðum stjórn­valda vegna Co­vid-19 far­aldursins. Banka­skattur er lagður á heildar­skuldir fjár­mála­fyrir­tækja og er skatturinn, þrátt fyrir þessa lækkun, enn tölu­vert hærri en í öðrum ríkjum sem við berum okkur saman við,“ segir í til­kynningu á vef bankans.