Innlent

Lagt til að hluta­fé Icelandair Group verði aukið

Fréttablaðið/Ernir

Stjórn Icelandair Group vill fá heimild hluthafafundar til þess að auka hlutafé félagsins um allt að 960 milljónir króna að nafnvirði vegna kaupanna á WOW air. Þar af vill félagið hækka hlutaféð um allt að 350 milljónir króna að nafnvirði til þess að fjármagna kaupin. Tillögur þess efnis verða lagðar fyrir hluthafafund sem verður haldinn þann 30. nóvember næstkomandi. 

Fram kemur í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar að þrjár tillögur verði lagðar fyrir hluthafafundinn.

Í fyrsta lagi er óskað samþykkis hluthafafundar á kaupum Icelandair Group á öllu hlutafé WOW air. 

Í öðru lagi er óskað eftir að stjórn Icelandair Group verði veitt heimild til þess að hækka hlutafé um allt að 335 milljónir króna að nafnvirði með áskrift nýrra hluta í félaginu. Skal útboðsgengið ákvarðast af kaupsamningi Icelandair og WOW air.

Í þriðja lagi vill félagið heimila stjórn að hækka hlutafé félagsins um allt að 625 milljónir króna að nafnvirði og selja það í útboði í tengslum við kaupin. Skal stjórn ákvarða útboðsgengi og greiðslukjör hinna nýju hluta og í hvaða áföngum heimildin verður nýtt. Er stefnt að því að hlutirnir, að hluta eða öllu leyti, verði boðnir þeim til kaups sem eru hluthafar í félaginu í dagslok 30. nóvember næstkomandi.

Tilkynnt var um kaup Icelandair Group á WOW air á mánudag. Eru kaupin meðal annars gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hættir sem fram­kvæmda­stjóri hjá Origo

Innlent

Arion semur við Citi um ráðgjöf vegna Valitor

Innlent

Arion banki gefur út víkjandi skuldabréf

Auglýsing

Nýjast

AGS segir Seðla­banka að af­nema inn­flæðis­höftin

170 milljarða króna verðmæti í stangveiði

Mál gegn banka­ráðs­mönnum fellt niður

Ágúst og Lýður taldir eigendur Dekhill Advisors

Gengislekinn meiri og hraðari en áður

Lágmarkstilboð 80 prósent af eigin fé

Auglýsing