Viðskipti

Lág­gjalda­flug­fé­lögin í Evrópu sýna tennurnar

Arð­semi eigna hjá evrópskum flug­fé­lögum árið 2017 var mest hjá tveimur lág­gjalda­flug­fé­lögum sem voru með lægstan launa­kostnað sem hlut­fall af tekjum.

Arðsemi eigna Icelandair Group árið 2017 var hin þriðja lægsta í úrtaki ellefu flugfélaga. Fréttablaðið/Valli

Arðsemi eigna hjá evrópskum flugfélögum árið 2017 var mest hjá tveimur lággjaldaflugfélögum sem voru með lægstan launakostnað sem hlutfall af tekjum. Um er að ræða úrtak ellefu félaga valið af Fréttablaðinu. Arðsemi Wizz air var 14 prósent og Ryanair 12 prósent. Til samanburðar var arðsemi eigna Icelandair Group 3 prósent og var hin þriðja lakasta í úrtakinu. Norwegian og Air France voru rekin með tapi í fyrra. Að meðaltali var arðsemi eigna 6 prósent hjá flugfélögunum ellefu. easyJet var einu prósentu stigi undir meðaltalinu, samkvæmt útreikningum blaðsins.

Fram kom í Fréttablaðinu á fimmtudag að launakostnaður Icelandair Group sem hlutfall af tekjum væri talsvert hærri en hjá helstu keppinautum í Evrópu. Áréttað skal að það skekkir samanburð á launum að það er misjafnt á milli fyrirtækja hve mikla þjónustu þau kaupa af öðrum í stað þess að sinna verkefnunum sjálf. Launakostnaður Icelandair Group, sem er stærsti kostnaðarliður félagsins, var 31 prósent. Launakostnaður félagsins hefur vaxið umfram tekjur á hverju ári undanfarin fimm ár. Til samanburðar var hlutfallið 21,6 prósent hjá flugfélaginu SAS og 20,9 prósent hjá British Airways í fyrra. Arðsemi eigna hjá þeim var í fyrra fjögur og átta prósent.

Olíverð hækkað um 50 prósent

Á undanförnum árum hafa flugfélög notið góðs af því hve lágt olíuverð hefur verið en sú er ekki raunin lengur. Olíuverð hefur hækkað um 50 prósent á einu ári og hefur ekki verið hærra síðan 2014. Í ofanálag hefur samkeppni frá lággjaldaflugfélögum aukist, starfsfólk fer fram á hærri laun og flugvallargjöld hækka. Samkvæmt greiningu Scope analysis mun hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) lækka þriðja árið í röð frá miðgildinu 17,4 prósent af tekjum úr 19,3 prósentum árið 2015.

Í úrtaki Fréttablaðsins hafði gengi hlutabréfa þriggja flugfélaga lækkað um rúmlega 40 prósent á einu ári. Um er að ræða Icelandair Group, Air France og hið rússneska Aeroflot. Wizz air hafði hækkað mest eða um 41 prósent, Norwegian um 29 prósent og easyJet um 16 prósent. Hefðbundin flugfélög skipa fyrri flokkinn en lággjaldaflugfélög þann seinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Pálmi í hópi stærstu fjárfesta í Icelandair

Viðskipti

Veik króna refsaði IKEA á metsöluári

Viðskipti

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Auglýsing

Nýjast

Heimilt verður að flytja inn hrátt kjöt og egg

Hús­leitir hjá eig­anda Arnar­lax

Ölgerðin segir upp 25 starfsmönnum

Sviss­neski bankinn UBS fær 500 milljarða sekt

BBA Legal semur jarð­varma­lög­gjöf í Dj­í­bútí

Sigurður: Töpum öll á því að ganga á höfuðstólinn

Auglýsing