Innlent

Lækka verð­mats­gengi Sýnar um 5 prósent

Capacent er ekki jafn bjartsýnt og áður er varðar framlegð vörusölu á næstu árum.

Capacent hefur uppfært verðmatið á Sýn. Ljósmynd/Sýn

Verðmatsgengi Sýnar lækkar um 5 prósent, eða úr 68,3 krónum á hlut niður í 65,6 krónur í uppfærðu verðmati Capacent.

Endurskoðuð spá Capacent leiðir til þess að EBITDA fyrir rekstrarárið 2018 og 2019 hækkar. Á móti var launakostnaður lítillega meiri og framlegð vörusölu lægri. Segir í verðmatinu að horfur í efnahagslífinu hafi dökknað og framundan séu erfiðar kjaraviðræður. Gengi krónu hafi einnig veikst sem hefur áhrif á framlegð Sýnar. 

Capacent er ekki jafn bjartsýnt og áður er varðar framlegð vörusölu á næstu árum og leiða forsendur um lægri framlegð til þess að EBITDA lækkar lítillega á árunum 2020 til 2022.

Hins vegar segir að þrátt fyrir að verulega hafi dregið hafi úr væntingum til samrunans sé ljóst að hann muni auka verðmæti Sýnar verulega, eða um 33 prósent. 

Sýn lækkaði um 1,39 prósent í 70 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Níu­tíu þúsund króna dag­sektir á fisk­vinnslu

Innlent

Júlíus Vífill fékk tíu mánaða skilorð

Innlent

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfestir í Ankeri

Auglýsing

Nýjast

Laura Ashley lokar 40 verslunum í Bretlandi

Yfir 5 prósenta hækkun á bréfum Icelandair

Bankaráð vill frekari frest vegna Samherjamálsins

Þrjár til liðs við Samtök atvinnulífsins

Fjárfesta fyrir 6,2 milljarða króna í Alvotech

Veitinga­markaðurinn leitar jafn­vægis

Auglýsing