Viðskipti

Lækka verðmat sitt á TM

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM

Greinendur ráðgjafafyrirtækisins Capacent hafa lækkað verðmat sitt á TM um ríflega sjö prósent og meta nú gengi hlutabréfa tryggingafélagsins á 32,2 krónur á hlut. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í 31,65 krónum á hlut við lokun markaða á föstudag.

Í fyrra verðmati Capacent, frá því í apríl, voru bréf tryggingafélagsins metin á 34,7 krónur á hlut. Lakari grunnrekstur TM síðustu ár er helsta ástæða þess að verðmat greinenda Capacent hefur farið lækkandi undanfarið.

Þeir benda á að sögulega séð hafi grunnrekstur TM verið sterkari en annarra tryggingafélaga en svo virðist sem félagið sé að missa forystuna. Þannig hafi samsett hlutfall félagsins, það er hlutfall rekstrar- og tjónakostnaðar af eigin iðgjöldum, verið að meðaltali 96,2 prósent frá árinu 2010 en síðustu tólf mánuði hafi það hins vegar verið 100,3 prósent. Samsett hlutfall skráðu tryggingafélaganna þriggja sé alltaf að nálgast hvert annað.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Útboði WOW lýkur í dag

Viðskipti

Fimmtíu milljóna hagnaður hjá Hlölla

Viðskipti

Skúli nálgast endamarkið

Auglýsing

Nýjast

Fátt betra en hljóð stund í garðinum með mold undir nöglunum

Félag Péturs í Eykt hagnast um 2,2 milljarða

Bank­a­stjór­i Dansk­e seg­ir af sér í skugg­a pen­ing­a­þvætt­is

Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair

Safnaði 7,7 milljörðum

Varða Capital tapaði 267 milljónum í fyrra

Auglýsing