Viðskipti

Lækka verðmat sitt á TM

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM

Greinendur ráðgjafafyrirtækisins Capacent hafa lækkað verðmat sitt á TM um ríflega sjö prósent og meta nú gengi hlutabréfa tryggingafélagsins á 32,2 krónur á hlut. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í 31,65 krónum á hlut við lokun markaða á föstudag.

Í fyrra verðmati Capacent, frá því í apríl, voru bréf tryggingafélagsins metin á 34,7 krónur á hlut. Lakari grunnrekstur TM síðustu ár er helsta ástæða þess að verðmat greinenda Capacent hefur farið lækkandi undanfarið.

Þeir benda á að sögulega séð hafi grunnrekstur TM verið sterkari en annarra tryggingafélaga en svo virðist sem félagið sé að missa forystuna. Þannig hafi samsett hlutfall félagsins, það er hlutfall rekstrar- og tjónakostnaðar af eigin iðgjöldum, verið að meðaltali 96,2 prósent frá árinu 2010 en síðustu tólf mánuði hafi það hins vegar verið 100,3 prósent. Samsett hlutfall skráðu tryggingafélaganna þriggja sé alltaf að nálgast hvert annað.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Viðskipti

Creditinfo með 2,3 milljarða samning í Óman

Viðskipti

Aldrei fleiri tegundir en jóla­bjór­sala dróst saman

Auglýsing

Nýjast

Í samstarf við risa?

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Falla frá kaupréttum í WOW air

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Auglýsing