Sam­tök iðnaðarins og Ís­lands­stofa opna á morgun nýjan upp­lýsinga­vef, Work in Iceland, sem er ætlað að laða er­lenda sér­fræðinga til landsins. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, ferða­mála-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, mun opna vefinn klukkan tólf í hús­næði Al­vot­ech við Sæ­mundar­götu í Reykja­vík.

Vefurinn tekur saman upp­lýsingar um störf á Ís­landi og kemur þeim fyrir á einn stað en upp­lýsingarnar hafa áður verið mjög dreifðar.

„Við erum að reyna að vinda ofNNan af því flækju­stigi og reyna að gera það auð­veldara fyrir er­lenda sér­fræðinga að fara í gegnum þetta.“ segir Sveinn Birkir Björns­son, for­stöðu­maður kynninga­mála hjá Ís­lands­stofu, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Störfin sem um ræðir eru helst í tækni­geiranum og lyfja­geiranum. Að sögn Sveins verður vefurinn fyrst og fremst upp­lýsinga­gátt á ensku en gæti einnig þróast í um­sóknar­gátt. Hann segir að mikil þörf sé á slíkum vefi þar sem ýmis fyrir­tæki hafi í gegnum tíðina rekið sig á að upp­lýsingar séu ó­að­gengi­legar og ekki á allra færi. Sveinn vonar að vefurinn geri er­lendum sér­fræðingum auð­veldara fyrir og sýni Ís­land sem á­kjósan­legan stað til bú­setu og vinnu.