Markaðurinn

Kyrr­setning Boeing-véla gerir WOW á­lit­legra

Mögulega mun kyrrsetning Boeing farþegaþotna verða bjargvættur Skúla Mogensen og WOW-air.

Til stóð að Icelandair myndi kaupa WOW fyrir nokkrum mánuðum síðan. Töluvert vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Fréttablaðið/GVA

Kyrrsetning Boeing 737 Max farþegaþotna um heim allan hefur veikt stöðu Icelandair og hækkað virði WOW-air. Þetta kemur fram í pistli Kristjáns Sigurjónssonar, ritstjóra turisti.is.

Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um voru voru þrjár Boeing 737 Max farþegaþotur í flugvélaflota Icelandair kyrrsettar eftir mannskætt flugslys í Eþíópíu um síðustu helgi. Boeing þoturnar hafa verið kyrrsettar um heim allan.

Í pistli Kristjáns segir hann WOW-air, stórskuldugt og nærri eignalaust flugfélag, sé ekki fýsilegur fjárfestingakostur eins og kröfur Indigo Partners um helmings afskriftir skuldabréfaeigenda ber með sér. Eins hafi það ekki verið spennandi fjárfestingarkostur fyrir Icelandair þegar Skúli Mogensen, eigandi WOW-air, reyndi að fá flugfélagið aftur að samningaborðinu í byrjun mánaðar.

Frá því að vélarnar voru kyrrsettar hefur WOW hins vegar orðið álitlegri kostur, enda gerir WOW-air út Airbus þotur sem kunna að hafa hækkað umtalsvert á síðustu dögum vegna kyrrsetninga Boeing-vélanna, sér í lagi í augum stjórnenda Icelandair. „Það flugfélag gerir vissulega út á Boeing þotur og blandaður flugfloti er ekki fyrsti kostur. Hann er þó kannski skárri valkostur en að þurfa að skera niður sumaráætlunina vegna flugvélaskorts,“ segir á vef turista.is.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Innlent

Aukinn hagnaður Júpiters

Innlent

178 milljóna króna gjaldþrot SPRON-félags

Auglýsing

Nýjast

Már: Ég bjóst síður við þessu

Fé­lag um vind­myllur í Þykkva­bæ gjald­þrota

Tölu­verð verð­lækkun á fast­eigna­markaði

Hluta­bréf í Icelandair rjúka upp í verði

Afland­skrónurnar fara hægt út

Óbreyttir stýrivextir

Auglýsing