Erlent

Kyn­slóða­skipti hjá Rot­hschild & Co

Alexandre de Rot­hschild hefur tekið við stjórnar­taumnum af föður sínum hjá Rot­hschild & Co. Fé­lagið hækkaði um 3,7 prósent í Parísar­kaup­höllinni í morgun eftir að stjórnar­skiptin voru til­kynnt.

Alexandre de Rothschild tekur við af föður sínum. Fréttablaðið/Getty

Eignarhaldsfélagið Rothschild & Co hefur greint frá því að næsti stjórnarformaður þess verði Alexandre de Rothschild, en hann tekur við af föður sínum David de Rothschild og verður þar með sá sjöundi í kynslóð fjölskyldu sinnar til að gegna starfinu.

Faðir Alexandre, sem lætur af störfum 75 ára að aldri, greindi frá stjórnarbreytingunum í yfirlýsingu í morgun en í kjölfarið hækkaði félagið um 3,7 prósent í kauphöllinni í París.

Félagið hefur undanfarin tvö ár aukið umsvif sín til muna og þá einkum í Bandaríkjunum. Opnaðar hafa verið skrifstofur í Chicago-borg og San Francisco og hafa fjölmargir reynsluboltar úr fjármálageiranum verið ráðnir þangað. 

Alexandre, sem hóf störf hjá fjölskyldufyrirtækinu fyrir áratug síðan, sagði í viðtali að hann hygðist halda áfram í útþenslu bankans í Bandaríkjunum þar sem rekstur hefur verið erfiður í sögulegu samhengi.

Hagnaður vegna fjármálaráðgjafar Rothschild & Co í fyrra nam 1,18 milljörðum evra, eða 145,6 milljörðum króna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

App­le kynnir vél­mennið Daisy til sögunnar

Erlent

Wells Far­go gert að greiða milljarðs dala sekt

Erlent

Star­bucks biðst af­sökunar á kyn­þátta­mis­munun

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Endurnýja samning um brunavarnir

Innlent

„Yrsa er einn besti höfundur í heimi“

Dómsmál

Landsbankinn sýknaður af kröfum KSÍ

Innlent

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.

Viðskipti

Milljarða yfirtaka þvert á vilja stærsta hluthafans

Hvalveiðar

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Auglýsing