Erlent

Kyn­slóða­skipti hjá Rot­hschild & Co

Alexandre de Rot­hschild hefur tekið við stjórnar­taumnum af föður sínum hjá Rot­hschild & Co. Fé­lagið hækkaði um 3,7 prósent í Parísar­kaup­höllinni í morgun eftir að stjórnar­skiptin voru til­kynnt.

Alexandre de Rothschild tekur við af föður sínum. Fréttablaðið/Getty

Eignarhaldsfélagið Rothschild & Co hefur greint frá því að næsti stjórnarformaður þess verði Alexandre de Rothschild, en hann tekur við af föður sínum David de Rothschild og verður þar með sá sjöundi í kynslóð fjölskyldu sinnar til að gegna starfinu.

Faðir Alexandre, sem lætur af störfum 75 ára að aldri, greindi frá stjórnarbreytingunum í yfirlýsingu í morgun en í kjölfarið hækkaði félagið um 3,7 prósent í kauphöllinni í París.

Félagið hefur undanfarin tvö ár aukið umsvif sín til muna og þá einkum í Bandaríkjunum. Opnaðar hafa verið skrifstofur í Chicago-borg og San Francisco og hafa fjölmargir reynsluboltar úr fjármálageiranum verið ráðnir þangað. 

Alexandre, sem hóf störf hjá fjölskyldufyrirtækinu fyrir áratug síðan, sagði í viðtali að hann hygðist halda áfram í útþenslu bankans í Bandaríkjunum þar sem rekstur hefur verið erfiður í sögulegu samhengi.

Hagnaður vegna fjármálaráðgjafar Rothschild & Co í fyrra nam 1,18 milljörðum evra, eða 145,6 milljörðum króna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Flugfélög

Launakostnaður setur mark sitt á afkomu Ryanair

Erlent

Fyrsti bjórinn sem er bruggaður úr kannabis

Erlent

Leigusalar í mál við House of Fraser

Auglýsing

Nýjast

0,26% verð­hjöðnun án hús­næðis

Verðið hækkaði hvað mest á Íslandi

Erlendir sjóðir fjárfestu fyrir 420 milljónir króna í Takumi

Vilhjálmur með hálfan milljarð í eigið fé

170 milljónir farið í styrk­veitingar vegna „Brot­hættar byggðar“

Lág­gjalda­flug­fé­lögin í Evrópu sýna tennurnar

Auglýsing