Innlent

Kvika seldi fyrir yfir 100 milljónir í Sýn

Sjóðir bankans seldur tæplega 2,6 milljónir hluta í fjarskiptafélaginu.

Sjóðir á vegum Kviku banka eiga nú samtals 4,76 prósenta hlut í Sýn. Fréttablaðið/GVA

Kviku banki seldi hlutabréf í Sýn fyrir tæpar 113 milljónir í gær.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að bankinn hafi selt tæplega 2,6 milljónir hluta og ef miðað verið við núverandi gengi hlutabréfanna nam salan því um 113 milljónum króna. 

Þá kemur fram að samanlagður eignarhlutur bankans hafi þannig lækkað úr 5,64 prósentum í 4,76 prósent. 

Hlutabréfaverð Sýnar lækkaði um 8,88 prósent í gær eftir að fjarskiptafélagið birti afkomuviðvörun fyrir árin 2018 og 2019.

Sjá einnig: Sýn fékk þungan skell í Kauphöllinni

Afkomuspáin fyrir 2018 var lækkuð um 150 milljónir króna en lækkunin var sögð skýrast af hærri kostnaði og lægri tekjum en búist var við. 

EBITDA-spá ársins stendur því nú í 3.450 milljónum af grunnrekstri í stað 3.600 milljóna króna. Horfur fyrir 2019 voru lækkaðar í 3,9 milljarða króna til 4,4 milljarða frá 4,6 milljörðum til 5 milljarða.p

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Innlent

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Innlent

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

Auglýsing