Tveimur starfsmönnum markaðsviðskipta Kviku banka var sagt upp störfum í síðustu viku. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins.

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, benti á í hálfsársuppgjöri félagsins að íslenskur hlutabréfamarkaður hefði verið með daufasta móti að undanförnu. 

Þá hefði bankinn ekki farið varhluta af miklum launahækkunum undanfarinna ára sem hafa aukið kostnað umtalsvert. Það hafi leitt til þess að föst laun séu mun hærri en æskilegt getur talist í rekstri bankans, að því er segir í fréttinni.