Hlutabréfaverð Kviku banka hefur lækkað um 5,5 prósent í 139 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi í kauphöllinni.

Töluverðar lækkanir hafa verið í Kauphöllinni í dag í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans og fundar í Seðlabankanum í morgun þar sem Seðlabankastjóri gerði grein fyrir ákvörðuninni.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að lækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25 prósent. Þá tilkynnti Fjármálaeftirlitið í gær að sveifluköfnunarauki yrði óbreyttur.

VÍS hefur lækkað um tæp fjögur en tryggingafélagið tilkynnti í gær að niðurfærsla félagsins á gengi hlutdeildarskírteina í eigu þess í sjóðnum GAMMA Novus næmi 155 milljónum króna.

Þá hafa Haga lækkað um tæp 2,5 prósent, Icelandair um 2,3 prósent og Festi um 2 prósent. Lækkun úrvalsvísitölunnar stendur 1,9 prósentum.