Kvika banki hafði hækkað um 4,6 prósent og TM um 2,3 prósent klukkan rúmlega tíu í morgun. Í gærkvöldi upplýstu fyrirtækin að hefja ætti viðræður um sameiningu þeirra. Gert er ráð fyrir því að hluthafar tryggingafélagsins fái 55 prósenta hlut í sameinuðu félagi.

Velta með bréf Kviku banka nam 165 milljónum króna en velta með bréf TM 125 milljónum króna.

Fram kom í Markaðnum í sumar að æðstu stjórnendur Kviku banka og hefðu átt í viðræðum um mögulega sameiningu. Þá voru viðræðurnar tímabundið settar á ís.

Stjórnir fé­laganna telja raun­hæft að ná fram eins milljarðs króna kostnaðar­sam­legð með sam­einingu fé­laganna, án við­skipta- og ein­skiptis­kostnaðar. Gert er ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðar­sam­legðar komi til vegna hag­kvæmari fjár­mögnunar.

Við­ræðurnar munu fara fram á næstu vikum, á­samt því sem gagn­kvæmar á­reiðan­leikakannanir verða fram­kvæmdar. Þar sem bæði fé­lög búa við við­varandi upp­lýsinga­skyldu sem út­gef­endur skráðra verð­bréfa er ekki gert ráð fyrir að sú vinna taki langan tíma. Væntan­leg sam­eining er háð sam­þykki eftir­lits­aðila og hlut­hafa beggja fé­laga.