Kaup­fé­lag Skag­firðinga er hætt fram­leiðslu á prótín­drykknum Teyg og mun taka hann úr sölu en hann var þróaður og markað­settur af einka­þjálfaranum Arnari Grant í sam­starfi við KS.

Hin 24 ára gamla Víta­lía Lazareva sakaði í síðustu viku vini Arnars um að hafa brotið á sér kyn­ferðis­lega að honum við­stöddum er hún og Arnar, sem er tæp­lega fimm­tugur og giftur, áttu í ástar­sam­bandi. Skömmu síðar fór hann í leyfi frá verk­taka­störfum sínum hjá líkams­ræktar­stöðinni World Class.

Stundin greinir frá á­kvörðun Kaup­fé­lagsins. Auk Arnars kom út­varps­maðurinn Ívar Guð­munds­son að þróun og markaðs­setningu Teygs.

Í sam­tali við Stundina segir Magnús Freyr Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Mjólkur­sam­lags KS, að Face­book og Insta­gram-reikningum Teygs hafi verið lokað. Nú sé unnið að fjar­lægja vöruna úr verslunum og dreifingu hætt.

Vefsíða vörunnar er hins vegar enn virk.

Skjáskot af vefsíðu Teygs.
Skjáskot

„Nú er bara kominn upp al­gjör for­sendu­brestur í því sam­starfi og við kærum okkur ekkert um að halda því á­fram,“ segir hann. Þessu fylgi um­tals­vert fjár­hags­legt tjón fyrir fy­ri­tækið og ekki hafi verið á­kveðið um fram­haldið, það er hvort hún verði markaðs­sett undir nýju nafni eða fram­leiðsla hafin á sam­bæri­legri vöru.