Krónan opnar nýja verslun á Hallveigarstíg í 101 Reykjavík á morgun. Um er að ræða fyrstu verslun Krónunnar í miðbæ Reykjavíkur.

Festi sem er eigandi Krónunnar festi kaup á matvöruversluninni Super1 að Hallveigarstíg í miðbæ Reykjavíkur í lok maí síðastliðinn. Super1 lokaði verslun sinni á Hallveigarstíg þann 12. júlí. Síðan þá hafa staðið yfir framkvæmdir í húsnæðinu.

Komdu í labbitúr til okkar í miðbæinn 🥳 Við opnum nýja verslun á Hallveigarstíg á morgun 🕺🎉🎊

Posted by Krónan on Wednesday, 23 September 2020

Í samtali við Fréttablaðið í sumar sagði Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar það hafi lengi staðið til að opna Krónuna í miðbænum en það hafi tekið langan tíma að finna rétta húsnæðið.

Verslunin á Hallveigarstíg verður 23 Krónu verslunin á landinu en einnig stendur til að opna verslun á Völlunum í Hafnarfirði á næstunni.