Krónan opnaði í dag nýja verslun í Austurveri við Háaleitisbraut. Þetta er þriðja verslunin sem Krónan opnar á þessu ári. Í september opnaði fyrsta verslun Krónunnar í miðbæ Reykjavíkur og í október opnaði verslun á Völlunum í Hafnarfirði.

Nóatún var áður í verslunarrýminu í Austurveri en var lokað þann 13. ágúst síðastliðinn eftir 25 ár í rýminu. Verslunin í Austurveri var jafnframt síðasta Nóatúns verslunin hér á landi. Nóatún var í eigu Festi hf, sem einnig á Krónuna.

Samkvæmt Viðskiptablaðinu mun Krónan í Austurveri áfram bjóða upp á valdar vörur sem viðskiptavinir Nóatúns kannast við og verða þær sérmerktar Nóatúni.

Við tökum brosandi á móti ykkur í nýju verslun okkar í Austurveri á morgun kæru Krónu vinir🤗 Opnum á slaginu 9:00 í fyrramálið. ✨

Posted by Krónan on Wednesday, 18 November 2020