Kristján Þór Júlíus­son, sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra, hefur undir­ritað reglu­gerð um slátrun í litlum sauð­fjár- og geita­slátur­húsum sem heimilar bændum að slátra sauð­fé og geitum á búunum sjálfum og dreifa á markaði. Slík fram­leiðsla og dreifing hefur hingað til verið ó­heimil. Greint er frá þessu í til­kynningu frá ráðu­neytinu.

Þar kemur fram að í reglu­gerðinni sé kveðið á um að dýra­læknar sinni heil­brigðis­skoðunum bæði fyrir og eftir slátrun og mun kostnaður þess greiðast úr ríkis­sjóði.

„Það hefur lengi verið kallað eftir því að bændum verði gert kleift að slátra sauð­fé og geitum á búunum sjálfum og dreifa á markaði. Undan­farin tvö ár hefur átt sér stað um­fangs­mikil vinna í sam­ráði við bændur og Mat­væla­stofnun við að leita leiða til að heimila þessa fram­leiðslu þannig að upp­fyllt séu skil­yrði reglu­verks um mat­væla­öryggi og gætt sé að dýra­vel­ferð og dýra­heil­brigði. Þessi breyting sem við gerum í dag markar því tíma­mót enda felst í þessari breytingu mikil­vægt tæki­færi til að styrkja verð­mæta­sköpun og af­komu bænda til fram­tíðar,“ segir Kristján Þór Júlíus­son, sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra, í til­kynningunni.

Tilraunaverkefni gekk vel

Síðast­liðið sumar undir­rituðu sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra og for­maður Lands­sam­taka sauð­fjár­bænda sam­komu­lag um til­rauna­verk­efni um heima­slátrun. Á heildina litið gekk verk­efnið vel og voru niður­stöður úr sýna­tökum bænda góðar, en fjar­eftir­lit var erfið­leikum bundið. Í reglu­gerðinni er því kveðið á um að opin­berir dýra­læknar sinni heil­brigðis­skoðunum bæði fyrir og eftir slátrun og mun kostnaður vegna þess greiðast úr ríkis­sjóði.

Helstu at­riði reglu­gerðarinnar:

  • Sér­stakar undan­þágur vegna slátrunar og stykkjunar í sam­ræmi við kröfur Evrópu­reglu­verksins, s.s. lág­marks­kröfur til hús­næðis og að­stöðu.
  • Kveðið er á um kröfur við af­lífun, hollustu­hætti við slátrun, innra eftir­lit og förgun auka­af­urða dýra.
  • Til að auð­velda bændum að nýta sér þessa heimild þá hefur Mat­væla­stofnun út­búið leið­beininga­bækling á grund­velli reglu­gerðarinnar þar sem skýrð eru út helstu skil­yrði sem gerð eru til slátrunar og stykkjunar í litlum sauð­fjár- og geita­slátur­húsum. Leið­beiningar Mat­væla­stofnunar má finna hér

Í til­kynningunni kemur fram að reglu­gerðin sé liður í að­gerðar­á­ætlun til eflingar ís­lensks land­búnaðar í kjöl­far CO­VID-19 heims­far­aldursins.

„Með því að gera bændum kleift að fram­leiða og selja af­urðir beint frá býli má styrkja verð­mæta­sköpun og af­komu þeirra fyrir næstu slátur­tíð. Með þessu er einnig stuðlað að frekari full­vinnslu, vöru­þróun, varð­veislu verk­þekkingar og menningar­arfs við vinnslu mat­væla,“ segir að lokum.