Tryggvi Tryggvason, sem hefur verið forstöðumaður eignastýringu stofnanafjárfesta Kviku eignastýringar undanfarin ár, hefur látið af störfum hjá félaginu.

Búið er að ráða Kristinn Jóhannes Magnússon í hans stað til að stýra sviðinu en hann hefur starfað við eignastýringu innan Kviku samstæðunnar allt frá árinu 2013 þegar hann hóf störf hjá MP banka.

Starfsfólki Kviku eignastýringar var tilkynnt um breytingarnar í gær, samkvæmt upplýsingum Markaðarins.

Kristinn, sem er með háskólapróf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og aðgerðagreiningu frá Columbia háskólanum í New York, hefur einnig meðal annars starfað við eignaumsjón og fjárstýringu hjá skilanefnd og síðar slitastjórn Kaupþings frá árinu 2009.

Tryggvi hafði starfað hjá Kviku banka og forverum þess allt frá árinu 2010, meðal annars sem forstöðumaður eignastýringar hjá MP banka. Þar áður hann var hann forstöðumaður eignastýringu Gildi lífeyrissjóðs.

Kvika eignastýring hagnaðist um 1.133 milljónir króna í fyrra og námu eignir í stýringu rúmlega 360 milljörðum króna í árslok 2020.