Kristín Rut er með BA-próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands auk kennsluréttinda og hefur nýlokið meistaraprófi í viðskiptafræði frá HÍ með áherslu á stjórnun og stefnumótun. Þá hefur hún lokið PMD-stjórnendanámi hjá Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík.

Kristín Rut hefur verið forstöðumaður Þjónustuvers einstaklinga frá árinu 2008. Hún hefur komið að og stýrt fjölmörgum verkefnum sem tengjast Þjónustuverinu og því sífellt mikilvægara hlutverki sem það gegnir í þjónustu við viðskiptavini.

Í útibúi Landsbankans í Hafnarfirði er boðið upp á alhliða bankaþjónustu og mikið er sótt í íbúðalánaráðgjöf hjá sérfræðingum bankans á staðnum. Í útibúinu er aðgengi að hraðbönkum allan sólarhringinn og í þeim er meðal annars hægt að taka út og leggja inn reiðufé, millifæra og fleira. Þar er einnig gjaldeyrishraðbanki. Markaðshlutdeild útibúsins í Hafnarfirði hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum.

Kristín Rut tekur við stjórnun útibúsins í Hafnarfirði af Berglindi Rut Hauksdóttur sem tekur við nýju starfi hjá Viðskiptalausnum einstaklinga hjá bankanum.