Kristín Hrefna Halldórsdóttir hefur verið ráðin til Origo þess að leiða teymi gæðalausna hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Kristín Hrefna starfaði áður sem framkvæmdastjóri Flow - Meditation for modern life. Þá hefur hún einnig unnið við viðskiptagreiningar hjá Valitor, viðskiptastýringu hjá Meniga og sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.

Hún lauk Master of Business Administration (MBA) frá Háskóla Íslands og BA gráðu í stjórnmálafræði frá sama háskóla.