Gavia Invest ehf. hefur krafist hluthafafundar í Sýn hf. þar sem umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin.

Gavia Invest fer með atkvæðisrétt fyrir 16,08 prósentum hlutafjár í Sýn eftir viðskipti gærdagsins og helgarinnar þegar félagið keypti allan hlut Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, sem í kjölfarið lætur af störfum.

Væntanlega fellur það í hlut nýrrar stjórnar að ráða nýja forstjóra.