Aðal­með­ferð í Lindar­hvols­málinu lauk í Héraðs­dómi Reykja­víkur í gær eftir tveggja daga réttar­hald. Skýrslu­taka af vitnum tók allan mið­viku­daginn og fram yfir há­degi í gær.

Það er Frigus II ehf. sem er stefnandi í málinu og varnar­aðili eru Lindar­hvoll ehf. og ís­lenska ríkið. Fjár­mála­ráð­herra stofnaði Lindar­hvol til að annast og selja stöðug­leika­eignir sem slita­bú gömlu bankanna af­hentu ríkinu sam­kvæmt sam­komu­lagi.

Meðal eigna sem Lindar­hvoll annaðist var Klakki ehf., en helsta eign þess fé­lags var eigna­leigu- og fjár­mögnunar­fé­lagið Lýsing. Lindar­hvoli var skipuð þriggja manna stjórn en hafði engan starfs­mann og þar af leiðandi engan fram­kvæmda­stjóra.

Stjórn Lindar­hvols samdi við Ís­lög, lög­fræði­stofu hjónanna Steinars Þórs Guð­geirs­sonar og Ást­ríðar Gísla­dóttur, um lög­fræði­lega að­stoð. Í reynd var Steinari falin dag­leg stjórn Lindar­hvols, líkt og um fram­kvæmda­stjóra væri að ræða. Til að mynda hafði hann yfir­ráð yfir net­fangi fé­lagsins og sími þess var stað­settur á skrif­stofu Ís­laga.

Ekki jafn­ræði milli bjóð­enda

Frigus II var einn þriggja aðila sem buðu í skulda­kröfur og hluta­fé Klakka í októ­ber 2016. Til­boði þess var ekki tekið heldur var gengið til samninga við BLM ehf., fé­lag sem að stóðu for­stjóri og fjár­mála­stjóri Klakka.

Máls­á­stæður Frigusar II eru meðal annars að til­boð þess hafi verið hag­stæðara en til­boð BLM sem var tekið. Frigus heldur því fram að til­boð BLM hafi ekki upp­fyllt skil­yrði út­boðsins. Enn fremur byggir Frigus kröfu sína, upp á 651 milljónar bætur úr hendi ríkisins, á því að jafn­ræði bjóð­enda hafi verið þver­brotið. For­stjóri og fjár­mála­stjóri Klakka hafi haft betri upp­lýsingar um fjár­hags­stöðu fé­lagsins en aðrir þátt­tak­endur. Sama gildi um Steinar Þór, sem var stjórnar­maður í Klakka fyrir hönd Lindar­hvols. Auk þess hafi til­boð Frigusar verið hið eina sem ekki var bundið fyrir­vörum.

Fyrstur til að stíga í vitna­stúku á mið­viku­dag var Steinar Þór Guð­geirs­son. Dómari hafði úr­skurðað að hann skyldi gefa vitna­skýrslu fyrstur þar sem hann yrði að geta fylgst með vitnis­burði annarra vitna sem lög­maður, en sem vitni væri honum ó­heimilt að kynna sér vitnis­burð annarra áður en hann bæri sjálfur vitni.

Arnar Þór Stefánsson flutti málið af hálfu Frigusar II.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Fylgdist ekki með í stjórn Klakka

Í máli Steinars Þórs kom fram að hann hefði sem stjórnar­maður í Klakka ekki haft neinar upp­lýsingar um fjár­hags­lega stöðu fé­lagsins. Sagðist hann engin upp­gjör hafa séð um af­komu Lýsingar, sem var helsta eign Klakka. Einnig af­tók hann með öllu að hafa frétt neitt af verð­mati á fé­laginu sem stjórn Klakka pantaði frá Deloitte og fékk af­hent í júní 2016, meira en þremur mánuðum áður en sölu­ferli Klakka hófst.

Sam­kvæmt fundar­gerðum stjórnar Lindar­hvols, sem Steinar Þór ritaði, kemur fátt fram um upp­lýsinga­gjöf hans til stjórnarinnar um fjár­hags­mál­efni Klakka og engar at­huga­semdir koma fram heldur um að full­trúi Lindar­hvols í stjórn Klakka upp­lýsi eig­andann um stöðu eða verð­mæti fé­lagsins.

Máni Atla­son, á lög­fræði­sviði Kviku banka, lýsti því í gær­morgun fyrir dómi að sölu­ferli Klakka hefði verið ger­ólíkt því sem tíðkast. Venjan væri að seljandi reyndi að fá verð­mat á eignina sem selja á og út­búa sölu­kynningu sem drægi fram verð­mæti hennar. Al­menna reglan væri sú hærra verð fengist fyrir eignir því meiri upp­lýsingar sem lægju fyrir. Öll ó­vissa væri nei­kvæð í hugum bjóð­enda.

Hann lýsti sölu­ferli Klakka sem „sjoppu­legu“. Engar fjár­hags­upp­lýsingar hefðu verið veittar. Sendar hefðu verið spurningar til Lindar­hvols í ferlinu. Áður hafði komið fram að Lindar­hvoll svaraði spurningum ein­stakra aðila beint en upp­lýsti ekki aðra aðila um þær eða svörin, eins og þykir eðli­legt til að aðilar njóti jafn­ræðis.

Máni sagði að við­mót Lindar­hvols í sölu­ferlinu hefði verið á þann veg að hann hefði fengið á til­finninguna að nánast væri til trafala að verið væri að bjóða í Klakka.

Setið á greinar­gerð

Vitnis­burðar Sigurðar Þórðar­sonar, fyrr­verandi setts ríkis­endur­skoðanda í mál­efnum Lindar­hvols, hafði verið beðið með nokkurri eftir­væntingu. Sigurður, sem var skipaður ríkis­endur­skoðandi 1992–2008 var settur ríkis­endur­skoðandi í septem­ber 2016 til að endur­skoða reikninga Lindar­hvols og fylgjast með fram­kvæmd samnings við fjár­mála­ráðu­neytið um um­sjón og sölu stöðug­leika­eigna. Á­stæðan var van­hæfi þá­verandi ríkis­endur­skoðanda, Sveins Ara­sonar, en Þór­hallur bróðir hans, skrif­stofu­stjóri í fjár­mála­ráðu­neytinu, var stjórnar­for­maður Lindar­hvols. Sigurður gegndi starfinu fram í ágúst 2018, þegar Skúli Eggert Þórðar­son hafði verið skipaður ríkis­endur­skoðandi í stað Sveins og van­hæfi var því ekki lengur til staðar.

Nokkrum dögum fyrr hafði Sigurður skilað greinar­gerð um það sem hann hefði orðið á­skynja um í eftir­liti sínu með starf­semi Lindar­hvols til for­seta Al­þingis, stjórnar Lindar­hvols, fjár­mála­ráð­herra og Seðla­bankans. Greinar­gerðin er mjög gagn­rýnin á starf­semi og um­gjörð Lindar­hvols, auk þess sem al­var­legar at­huga­semdir eru gerðar við um­fang starfa sem Steinar Þór Guð­geirs­son annaðist fyrir stjórn fé­lagsins.

Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi, sagði ríkið hafa tapað meira en hálfum milljarði á sölunni á Klakka.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Orð­rétt segir: „Þrátt fyrir að við­komandi ein­stak­lingur hafi búið yfir mikilli þekkingu og reynslu sem tengdust því verk­efni sem hér er til skoðunar er það mat (setts ríkis­endur­skoðanda), að þessi skipan hafi ekki tekið nægjan­legt til­lit til krafna um að­skilnað starfa, á­byrgðar og innra eftir­lits sem hefði átt að vera til staðar við fram­kvæmd verk­efnisins. Eru þá fyrst og fremst hafðir í huga þeir miklu hags­munir sem liggja undir og tengjast þessu við­fangs­efni.“

Skúli Eggert Þórðar­son skilaði skýrslu ríkis­endur­skoðanda um Lindar­hvol til for­seta Al­þingis í apríl 2020 og þar kveður mjög við annan tón en í greinar­gerð Sigurðar. Skýrsla Ríkis­endur­skoðunar er enn ó­af­greidd hjá stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd eftir tæp þrjú ár vegna þess að nefndin hefur enn ekki fengið greinar­gerð Sigurðar til um­fjöllunar og telur sig ekki geta af­greitt málið án þess að fá að­gang að henni. Fram kom fyrir dómi í gær að eins­dæmi er að skýrslur frá Ríkis­endur­skoðun liggi ó­af­greiddar í þing­nefnd tæpum þremur árum eftir að þeim er skilað.

For­sætis­nefnd Al­þingis sam­þykkti í apríl 2022, þrátt fyrir and­stöðu stjórnar Lindar­hvols og Ríkis­endur­skoðunar, að af­henda fjöl­miðlum greinar­gerð Sigurðar Þórðar­sonar, að fengnu ítar­legu lög­fræði­á­liti. Birgir Ár­manns­son, for­seti Al­þingis, hefur samt sem áður neitað að af­henda greinar­gerðina.

Fékk ekki að­gang að gögnum

Í vitnis­burði Sigurðar fyrir héraðs­dómi í gær kom fram að það gerði honum erfitt fyrir í störfum hans að Steinar Þór Guð­geirs­son og stjórn Lindar­hvols hindruðu að­gang hans að gögnum. Þurfti hann að út­vega sér gögn eftir öðrum leiðum í sumum til­fellum og fékk meðal annars gögn frá slita­stjórnum föllnu bankanna.

Sigurður sagðist hafa mætt sömu tregðu til að af­henda gögn hjá Seðla­bankanum, sem hefði borið við banka­leynd. Eftir að Sigurður benti Seðla­bankanum á að hann væri ríkis­endur­skoðandi fékk hann gögn seint og um síðir.

Sigurður lýsti sig ó­sam­mála mörgu í skýrslu Ríkis­endur­skoðunar um starf­semi Lindar­hvols frá því í apríl 2020, sem enn er ó­af­greidd í þing­nefnd. Hann sagðist líta svo á að greinar­gerð hans hefði orðið opin­bert skjal þegar henni var skilað til for­seta Al­þingis og fleiri aðila en það væri í höndum Al­þingis að á­kveða birtingu. Hann vildi ekki tjá sig nánar um þau at­riði sem hann er ó­sam­mála í skýrslu Ríkis­endur­skoðunar.

Skeikaði um helmingi

Verð­mat sem Sigurður Þórðar­son á­samt Stefáni Svavars­syni endur­skoðanda gerði á Klakka var mjög á­þekkt því sem Deloitte gerði og stað­festir að verð­mæti fé­lagsins var um milljarður en ekki 500 milljónir. Sigurður sagði af þessu ljóst að Klakki hefði verið seldur á undir­verði og ríkið hefði orðið af meira en hálfum milljarði af þeim sökum.

Sagðist Sigurður telja eðli­legt að menn mætu verð­mæti eignar sem þeir væru að selja. Þess í stað hefði Lindar­hvoll miðað við lág­marks­verð, sem var það verð sem Klakki var bók­færður á í ríkis­reikningi.

Sigurður sagði á­stæðu til að spyrja hvers vegna ríkið hefði stofnað þetta eignar­halds­fé­lag, þar sem Steinar Þór Guð­geirs­son hefði verið „nánast allt í öllu“, til að fara með stöðug­leika­eignirnar.