Helstu punktar

  • Heildar greiðslukortavelta* í febrúar nam rúmum 75,7 milljörðum og jókst um 17,3 prósent á milli ára miðað við breytilegt verðlag
  • Kortavelta Íslendinga hérlendis nam rúmum 65,8 milljörðum í febrúar sl. og dróst saman um 4,1 prósent á milli ára miðað við breytilegt verðlag
  • Innlend kortavelta í verslun nam rúmum 35,7 milljörðum í febrúar sem er 2,2 prósentum minna en á sama tíma í fyrra miðað við breytilegt verðlag
  • Innlend kortavelta í verslun á netinu nam tæpum 2,9 milljörðum í febrúar og jókst hún um rúm 32,7 prósent á milli ára miðað við breytilegt verðlag
  • Innlend kortavelta í netverslun jókst um 27,3 prósent á milli ára að raunvirði og hefur aukist um rúm 122 prósent ef horft er til janúar 2020
  • Innlend kortavelta í þjónustu nam rúmum 30 milljörðum í febrúar og jókst hún um rúm 12,7 prósent á milli ára miðað við breytilegt verðlag
  • Velta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam 14,3 milljörðum í janúar sem er hækkun um 6,2 milljarða frá fyrra ári að raunvirði
  • Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 9,9 milljörðum og jókst um 37 prósent á milli mánaða en rúmlega sjöfaldaðist á milli ára miðað við breytilegt verðlag
  • Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi var 13,1 prósent í febrúar en sama hlutfall var 19,4 prósent í febrúar 2020
  • Ferðamenn frá Bandaríkjunum eru ábyrgir fyrir 28,2 prósent allrar erlendrar kortaveltu hérlendis í febrúar Bretar koma næstir með 23,1 prósent og svo Frakkar með 6,5 prósent

*Samanlögð innlend og erlend kortavelta í flokkunum verslun, þjónusta, opinber gjöld og úttektir á reiðufé