Innlent

Komnar leikreglur í persónuvernd fyrir auglýsendur

Krossmiðlun verður haldin í fimmta sinn á Grand Hótel Reykjavík. Að þessu sinni er hún helguð skapandi notkun gagna í markaðssetningu.

Vigdís Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar\TBWA,

Aðstoðarframkvæmdastjóri Auglýsingastofunnar Pipar\TBWA segir að tækifæri felist í nýjum persónuverndarlögum Evrópusambandsins til að þjónusta viðskiptavini og notendur betur því nú séu komnar leikreglur.

„Þetta er ástæða þess að við leggjum áherslu á gögn eða ,,creative data" þetta árið á [ráðstefnunni] Krossmiðlun og viljum skoða hvernig við getum náð meiri árangri í markaðsmálum á skemmtilegan hátt," segir segir Vigdís Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar\TBWA, sem heldur ráðstefnuna.

Markaðsráðstefnan Krossmiðlun verður haldin í fimmta sinn þann 14. september á Grand Hótel Reykjavík, en hún er að þessu sinni helguð skapandi notkun gagna í markaðssetningu. Meðal fyrirlesara verða íslenskir og erlendir sérfræðingar en aðalfyrirlesararar verða Baker Lambert og Sami Salmenkivi, yfirmenn hjá TBWA auglýsingastofunni á heimsvísu.

„Alls staðar er verið að safna gögnum. Þekkingin flýtur upp um alla veggi. Upplýsingar sem fyrirtæki og auglýsingastofur geta nálgast um viðskiptavini og í raun hvaðeina sem hugurinn girnist, eru alltumlykjandi. Á Krossmiðlun verður farið yfir hvort við erum að nýta þessi gögn til gagns og hvernig við getum notað gagnainnsæi á skapandi og árangursríkan hátt," segir Vigdís.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Vara við við­skiptum við eist­neskt fyrir­tæki

Innlent

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Innlent

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Auglýsing

Nýjast

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Heimilin halda að sér höndum

Skotsilfur: Ofsinn

Magnús Óli endurkjörinn formaður FA

Seldi Íslendingum fasteignir á Spáni fyrir 1,2 milljarða

Auglýsing