KOM ráð­gjöf og aug­lýsinga- og al­manna­tengsla­stofan Ampere hafa sam­einast og munu fyrir­tækin starfa undir merkjum KOM ráð­gjafar.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá KOM.

Þar kemur fram að Guð­rún Ans­nes, annar eig­enda Ampere, taki við sem fram­kvæmda­stjóri KOM af Frið­jóni R. Frið­jóns­syni sem gegnt hefur stöðunni síðast­liðin 9 ár. Með­eig­andi Guð­rúnar, Tinna Péturs­dóttir, verður hönnunar­stjóri KOM og mun byggja upp hönnunar­teymi KOM ráð­gjafar.

Við þessa breytingu verða Frið­jón og Björg­vin Guð­munds­son, með­eig­andi í KOM, á­fram í níu manna teymi ráð­gjafa KOM, sem stofnað var fyrir 37 árum.

„Sam­einingin við Ampere eykur enn þjónustu­fram­boð KOM, sem hefur ein­beitt sér að al­manna­tengslum, krísu­stjórnun, fjöl­miðla­sam­skiptum, stjórn­enda­ráð­gjöf, greiningum, sam­skiptum við hag­aðila og skipu­lagðri upp­lýsinga­gjöf.

Við sam­eininguna er meiri á­hersla lögð á markaðs­miðaða ráð­gjöf þar sem teymi sér­fræðinga í al­manna­tengslum og mynd­rænni fram­setningu skila­boða veita við­skipta­vinum mikil­vægan stuðning við á­kvarðana­tökur, fram­setningu efni og á­sýnd. Bæði Tinna og Guð­rún hafa starfað fyrir stærstu fyrir­tæki landsins á sviði markaðs- og kynningar­mála, gerð kynningar­efnis, fram­kvæmd her­ferða og hönnun út­lits,“ segir í til­kynningunni.

„Við erum reglu­lega á­nægðar með sam­einingu fé­laganna tveggja enda sam­legðar­á­hrifin ó­tví­ræð. KOM er eitt elsta og reynslu­mesta fé­lag á sínu sviði hér­lendis með öflugt og fjöl­breytt teymi ráð­gjafa innan­stokks. Með sam­einingunni gefst okkur kostur á að takast á við virki­lega spennandi á­skoranir enda komum við að borðinu með aðrar á­herslur og það mun skila sér í enn sterkara fé­lagi og meiri breidd í þjónustu­fram­boði þessa rót­gróna fé­lags,” segir Guð­rún Ans­nes fram­kvæmda­stjóri KOM.

Í til­kynningunni kemur fram að nýjar á­herslur KOM muni styðja við sér­hæfða ráð­stefnu­fyrir­tækið Komum ráð­stefnur, sem er í eigu KOM og starfs­manna. Bæði geti KOM séð um fundi og ráð­stefnur sinna við­skipta­vina og veitt ráð­gjöf um úr­lausn á út­liti og skila­boðum þegar kemur að ráð­stefnu- eða funda­haldi.

„Sam­einingin er skemmti­legur og rök­réttur á­fangi í þróun KOM, al­manna­tengsla­ráð­gjöf tekur stöðugum breytingum rétt eins og boð­leiðirnar og markaðurinn og því er verður til úr þessu öflugra fé­lag. Ég hef stýrt KOM í 9 ár og ég hlakka til að ein­beita mér að öðrum verk­efnum en um leið fá að sinna af­mörkuðum verk­efnum hjá KOM,“ segir Frið­jón R. Frið­jóns­son frá­farandi fram­kvæmda­stjóri í til­kynningunni.