Innlent

Kol­brún Hall­dórs­dóttir í for­sætis­ráðu­neytið

Kolbrún Halldórsdóttir á að baki fjölbreytt störf á vettvangi sviðslista og stjórnmála,

Kolbrún Halldórsdóttir.

Kolbrún Halldórsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri fyrir forsætisráðuneytið í tengslum við hátíðarhöld vegna 100 ára fullveldis Íslands, þann 1. desember næstkomandi. 

Kolbrún á að baki fjölbreytt störf á vettvangi sviðslista og stjórnmála, auk þess sem hún hefur gegnt embætti forseta Bandalags íslenskra listamanna síðastliðin átta ár. Lengst af hefur hún starfað sem leikstjóri og sett á svið fjölda leiksýninga, meðal annars fyrir Þjóðleikhúsið og Íslensku óperuna.

Kolbrún var kjörin á þing fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð árið 1999 og átti sæti á Alþingi til ársins 2009. Þar starfaði hún í mennta- og menningarmálanefnd, umhverfisnefnd og allsherjarnefnd. Hún var umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrri hluta árs 2009.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hækkuðu um 18 prósent á fyrsta viðskiptadegi

Innlent

Sandra Hlíf ráðin fram­kvæmda­stjóri hjá Eik

Ferðaþjónusta

SAF fagnar hertu eftir­liti með gisti­starf­semi

Auglýsing

Nýjast

Erlent

For­stjóri Audi hand­tekinn

Innlent

Hlutabréf Arion banka ruku upp

Erlent

McDonald's segir skilið við plaströr

Innlent

Selja í Arion banka fyrir 39 milljarða

Innlent

Gullöldin heldur rekstrarleyfinu

Erlent

Evrópski seðlabankinn hættir kaupum á skuldabréfum

Auglýsing