„Miklar breytingar hafa átt sér stað sl. ár og því var þörf á að flytja starfsemina í hentugra húsnæði. Við erum mjög ánægð með aðstöðuna í Hlíðasmára, á annarri hæð í húsi Air Atlanta. Starfsemi Klappa hefur verið í stöðugum vexti frá stofnun og fyrirséð að bæta við starfsfólki í náinni framtíð, bæði á Íslandi og í Danmörku,“ segir Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa, en fyrirtækið var áður með starfsemi að Ármúla 6.

Klappir grænar lausnir hafa flutt starfsemi sína á Íslandi í hús Air Atlanta í Kópavogi.

Viðskiptavinum fjölgað í Danmörku

Klappir grænar lausnir stofnuðu dótturfélagið Klappir Nordic ApS og opnuðu skrifstofu í Kaupmannahöfn í mars sl. Skrifstofa Klappa Nordic er í fallegri byggingu við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn.

„Klappir Nordic hefur vaxið umfram áætlanir. Viðskiptavinum hefur fjölgað um 20 frá síðustu áramótum. Um er að ræða stór félög í Danmörku sem ætla sér að ná framúrskarandi árangri í sjálfbærni,“ segir Jón Ágúst.