Fjárfestingafélagið KKR, sem skaust á stjörnuhiminn við kaup á RJR Nabisco á níunda áratugnum, hefur keypt Global Atlantic, fyrrverandi líftryggingararm Goldman Sachs, fyrir 4,4 milljarða dollara. Kaupin varpa á ljósi á það að rekstrarfélög framtakssjóða eru að taka við hlutverki hefðbundinna fjármálastofnanna sem lánveitendur til bandarískra heimila og fyrirtækja, segir í frétt Financial Times.

KKR notar eigin efnahagsreikning til að fjármagna yfirtökuna. Í kjölfarið munu eignir í stýringu aukast um þriðjung í 279 milljarða dollara. Rekstur Global Atlantic mun auka verulega „varanlegt fjármagn“ sem eignastýringin hefur úr að spila. Alla jafna safna rekstrarfélög fjármunum í sjóði sem þarf að afhenda fjárfestum aftur innan tiltekins tímabils, til dæmis tíu ára.

Um þriðjungur af umsvifum KKR eru lánveitingar, hlutverk sem bankar og tryggingarfélög eru þekktari fyrir að annast.

Appolo Global Management var fyrsta rekstrarfélag framtakssjóða til að festa kaup á tryggingafélagi þegar það keypti líftryggingafélagið Athene Holding árið 2009. Appolo fær háar umsýsluþóknanir frá líftryggingarfélaginu.