Hið sögufræga Kjarvalshús á Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi, sem hefur verið auglýst til sölu í meira en eitt ár, hefur nú verið selt, en kaupandinn mun vera Pétur Árni Jónsson, framkvæmdastjóri HEILD fasteignafélagsins og aðaleigandi útgáfufélags Viðskiptablaðsins.

Pétur Árni Jónsson, framkvæmdastjóri HEILD fasteignafélagsins og aðaleigandi útgáfufélags Viðskiptablaðsins.

Húsið, sem er um 442 fermetrar að stærð, hefur verið í eigu Bandaríkjamannsins Olivers Luckett, fjárfestis og listaverkasafnara, eftir að hann festi kaup á því árið 2016.

Fasteignamat hússins, sem var teiknað af Þorvaldi S. Þorvaldssyni, er ríflega 200 milljónir króna en það var sérsmíðað fyrir Jóhannes S. Kjarval listmálara árið 1969, sem gjöf frá íslensku þjóðinni. Kjarval bjó þó aldrei sjálfur í húsinu og var það notað undir þjónustu við fötluð börn