Kínverska flugfélagið Tinajin Airlines hefur sótt um þrjá afgreiðslutíma í hverri viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur.

Þetta kemur fram í frétt Túrista sem byggir á heimildum miðilsins. Þar segir að umsóknin geri ráð fyrir flugi frá kínversku borginni Wuhan, þar sem 11 milljónir manns búa, til Helskinki og þaðan til Íslands.

Þá segir að stjórnendur Tianjin séu í útrásarhug og horfi til áætlunarflugs lengra út í heim. Flug til Finnlands og Íslands geti verið hluti af þeirri útrás.