Kínverska hagkerfið óx um 6,5 prósent á fjórða ársfjórðungi 2020. Það er hraðari vöxtur en tíðkaðist áður en COVID-19 lamaði heimshagkerfið. Enn fremur óx hagkerfið meira en önnur stór hagkerfi, samkvæmt hagspám. Um er að ræða mesta vöxt á einum ársfjórðungi frá árinu 2018, segir í frétt Financial Times.

Hagkerfið óx um 2,3 prósent á árinu 2020. Gögnin varpa ljósi á snarpan viðsnúning hjá næststærsta hagkerfi jarðarinnar.

Efnahagslífið í Kína dróst saman snemma árinu 2020 í fyrsta skipti í meira en fjóra áratugi eftir að stjórnvöld komu á viðamiklum takmörkunum til að stemma stigum við COVID-19.

Sumir sérfræðingar vekja athygli á að COVID-19 skapi enn miklar óvissu og því sé erfitt að slá því föstu að kínverska hagkerfið sé búið að ná vopnum sínum. Aðrir segja að hagkerfið sé á fullri ferð og skilji önnur stór hagkerfi eftir í rykinu.

Hagfræðingar hjá Credit Suisse spá núna að kínverska hagkerfið muni vaxa um 7,1 prósent í stað 5,6 prósent áður. Þeir segja að einkaneysla muni drífa áfram hagvöxt.

Atvinnuleysi var 5,2 prósent í desember og var óbreytt á milli mánaða.