Í seinustu viku varð China Ea­stern Air­lines fyrsta flug­fé­lagið í heiminum til að fá af­henta Comac C919 far­þega­þotu. Flug­vélin er sú fyrsta sinnar tegundar sem fram­leidd er í Kína og markar hún mikil tíma­mót í sam­keppni Kín­verja við Air­bus og Boeing.

Þotan er smíðuð af kín­verska ríkis­rekna fyrir­tækinu Comac og er hún hugsuð sem eins konar keppi­nautur við Air­bus A320neo og banda­rísku Boeing 737 Max flug­vélarnar. Vélin á rætur að rekja til ársins 2008 þegar fram­leiðandinn Comac var stofnaður.

Það hefur ekki enn fengist stað­fest hve miklum fjár­munum kín­verska ríkið hefur veitt í þetta verk­efni, en sér­fræðingar telja það vera á milli 49 til 72 milljarða Banda­ríkja­dala. Xi Jin­ping, for­seti Kína, hefur lagt mikla á­herslu á að þjóðin fram­leiði sína eigin far­þega­þotu en fram til þessa hefur Boeing verið helsti sölu­aðili á kín­verskum flug­markaði.

Boeing býr yfir meira en 100 ára reynslu í flug­iðnaði en Kín­verjar byrjuðu aftur á móti ekki að prófa sig á­fram í þeim geira fyrr en á áttunda ára­tug seinustu aldar. Á tíunda ára­tugnum fór eftir­spurn eftir flug­ferðum í landinu ört vaxandi og árið 2017 fram­leiddi Boeing meira en 200 nýjar flug­vélar fyrir kín­verska markaðinn.

Á sama ári hófu hins vegar banda­rísku og kín­versku ríkis­stjórnirnar við­skipta­stríð og í fram­haldi af því stöðvuðu Kín­verjar allar nýjar pantanir frá Boeing. Með þeirri á­kvörðun opnaðist gluggi fyrir inn­lendan fram­leiðanda.

Hönnunin á Comac C919 vélinni er ekki mjög frá­brugðin hinni sí­gildu Boeing 737 Max. Báðar eru með einn gang­veg, eru jafn breiðar og rúma svipaðan far­þega­fjölda. Hreyflar beggja flug­véla eru einnig mjög svipaðir en þeir eru frá fyrir­tækinu CFM, sem er sam­eigin­legt verk­efni banda­ríska fyrir­tækisins General Electric og hins franska fyrir­tækis Saf­ran.

Comac C919 er smíðuð í Kína en reiðir sig engu að síður á er­lenda vara­hluti og hefur það skapað á­kveðin vanda­mál fyrir fram­leiðandann. Sér­fræðingar innan flug­geirans segja að al­þjóð­legir sam­starfs­aðilar hafa verið hikandi við að af­henda há­tækni­búnað til kín­verskra fyrir­tækja sökum ótta við brot á hug­verka­rétti. Ríkis­stjórn Banda­ríkjanna hefur áður fyrr sakað Kína um að stela há­tækni­upp­lýsingum og var Comac á einum tíma­punkti sett á svartan lista hjá Banda­ríkja­stjórn yfir fyrir­tæki sem sögð voru styðja kín­verska herinn.

„Ég held að þetta sé mjög gott fyrir framboðið á þessum markaði. Eftirspurnin er svo mikil að þetta er eiginlega nauðsynlegt"

Annað sem gæti hrjáð Comac í fram­tíðinni eru við­halds­erfið­leikar á C919 flug­vélunum. Fram­leið­endur eins og Boeing og Air­bus hafa í gegnum árin byggt upp al­þjóð­legt tengsla­net en það gæti reynst al­þjóð­legum flug­fé­lögum erfitt að gera við sínar Comac þotur ef allar við­gerðir þurfa að fara fram í Kína.

Eyjólfur Vest­mann Ingólfs­son, rekstrar­stjóri hjá Inter Continental Avi­ation, segir að inn­leiðing Comac á flug­markað muni ekki koma til með að hafa nei­kvæð á­hrif á sam­keppnis­aðila. Fyrir­tækin Boeing, Air­bus og Embra­er hafa ein­fald­lega ekki náð að upp­fylla gríðar­mikla eftir­spurn eftir smærri far­þega­þotum á al­þjóða­vísu.

„Ég held að þetta sé mjög gott fyrir fram­boðið á þessum markaði. Eftir­spurnin er svo mikil að þetta er eigin­lega nauð­syn­legt. En svo er auð­vitað punktur líka að Kín­verjar eru með þessu að gera til­raun til þess að vera ekki eins háðir Evrópu og Banda­ríkjunum með flug­véla­fram­leiðslu,“ segir Eyjólfur.