Erlent

Kín­verjar fok­reiðir yfir hefndar­tollum Trump

Kín­verjar hyggjast svara nýjasta út­spili Banda­ríkja­for­seta sem greindi frá því í gær að hann myndi leggja frekari tolla á kín­verskar vörur.

Ekki er svo langt síðan Trump, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, hittust. Nú andar verulega köldu þeirra á milli. Fréttablaðið/Getty

Kínverjar eru fokreiðir eftir nýjasta útspil Bandaríkjastjórnar, sem Donald Trump greindi frá í gærkvöldi, um að leggja frekari tolla á innflutning kínverskra vara. Trump greindi frá því að tollarnir næmu 200 milljörðum dala og tækju gildi á næstu mánuðum. Um er að ræða tolla á yfir sex þúsund vörur

„Ákvörðun bandarískra stjórnvalda er skaðleg fyrir Kínverja, heiminn allan og þau sjálf,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni kínverska viðskiptaráðuneytisins þar sem segir einnig að ákvörðunin sé óásættanleg.

Hafa Kínverjar nú greint frá því að þeir hyggist svara með frekari hefndartollum. Í síðustu viku tóku fyrstu tollar Trump gagnvart kínverskum vörum gildi, en þeir nema um 34 milljörðum dala. Kínverjar svöruðu þeim um leið og hófst þar með viðskiptastríð þeirra á milli.

Trump hefu kvartað sáran yfir viðskiptaháttum Kínverja og segir þá stunda ósanngjörn viðskipti. Kínverjar segja að þeir séu tilneyddir í að taka þátt í viðskiptastríðinu en augljóst sé að það muni hafa áhrif um heim allan.

En hvernig geta Kínverjar svarað hefndartollum Trumps? Andrew Walker, viðskiptafréttaritari BBC, segir að Kínverjar geti raunar ekki svarað þeirri upphæð sem Trump hefur lagt í tolla. Innflutning bandarískra vara til Kína nam 130 milljörðum dala á síðasta ári, en það er eitt af því sem farið hefur gífurlega í taugarnar á Trump.

Kínverjar gætu gripið til aðgerða með öðrum hætti. Til að mynda með hertara regluverki, lækkun gjaldmiðils síns eða selt bandarísk skuldabréf að jafnvirði einnar billjónar sem þeir búa yfir.

Ekki sér fyrir endann á viðskiptastríðinu sem Trump hratt af stað á síðustu vikum en hann hefur nú hótað að leggja tolla á kínverskar vörur að jafnvirði 500 milljarða dala.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

Trump hótar frekari tolla­lagningu á Kína

Bandaríkin

Við­skipta­stríð hafið með fyrstu tollum Trump á Kína

Erlent

Svara með tolla­hækkunum á 128 banda­rískar vörur

Auglýsing

Nýjast

Stjórn Klakka telur skil­yrði um rann­sókn ekki upp­fyllt

Ólögleg smálán valdi mestum vanda

Gefur Kviku sama frest til að hætta við kaup á GAMMA

Ármann: „Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera“

Tíu prósenta fækkun flugsæta í sumar

Taka 4 millj­arð­a úr Kvik­u láti þeir ekki af „grimmd­ar­­verk­um“

Auglýsing