Kickstar­ter-bræðurnir, Einar Ágústs­­son og Ágúst Arnar Ágústs­­son, opnuðu á dögunum pizzu­­staðinn Slæs með pompi og prakt. Staðurinn til húsa í Iðn­búð 2 Garða­bæ.

Rekstrar­­fé­lag staðarins heitir Megn ehf. og er í 100 prósent eigu Einars en Ágúst Örn er skráður í vara­­stjórn fé­lagsins. At­hygli vekur að hvergi á heima­­síðu veitinga­­staðarins er rekstrar­­fé­lagsins getið en það er skráð fyrir vef­­síðu Slæs.

Saksóknari rannsakaði Kickstarter söfnun bræðranna

Bræðurnir komust fyrst í fréttirnar fyrir söfnun á banda­rísku hóp­fjár­mögnunar­síðunni Kickstar­ter. Söfnuninni var skyndi­lega lokað eftir að sér­stakur sak­sóknari hóf að rann­saka bræðurnar.

Þá var Einar fundinn sekur um að svíkja 74 milljónir af fjórum ein­stak­lingum árið 2017. Taldi hann fjór­menningunum trú um að þeir væru að leggja féið í fjár­festinga­sjóð sem hann var sjálfur í for­svari fyrir. Í dómnum kom fram að hann ætti sér engar máls­bætur.

Stofnendur Zúista

Þeir bræður hafa einnig komist í fréttir fyrir að­komu sína að trú­­fé­lagi Zúista sem stofnað var árið 2015. Í desember var á­kæra héraðs­sak­­sóknara á hendur Ágústi og Einari þing­­fest í Héraðs­­dómi Reykja­víkur. Bræðurnir voru á­kærðir fyrir fjár­­svik og peninga­þvætti í gegn um starf­­semi Zúista. Refsi­ramminn fyrir brotin sem á­kært er fyrir er sex ára fangelsi. Bræðurnir neituðu báðir sök og fóru verj­endur þeirra fram á frá­vísun.

Við stofnun fé­lags Zúista lofuðu þeir Ágúst Arnar og Einar trú­­fé­lögum sínum að þeir fengu í sinn hlut endur­­­greiðslu á sóknar­­gjöldum upp á ríf­­lega tíu þúsund krónur, sem er það fram­lag sem ríkir greiðir trú­­fé­lögum fyrir hvern með­lim. Árið 2016 voru rúm­­lega þrjú þúsund manns með­limir í Zúistum og fékk fé­lagið rúma 31 milljón króna í sinn hlut í sóknar­­gjöld frá ríkinu. Þá voru 2851 með­limir í fé­laginu. Við upp­­haf árs 2018 voru með­limir nokkru færri eða rétt tæp­­lega tvö þúsund.

Giftingarnar besta minningin

Í febrúar 2019 sendi Ágúst Arnar Ágústs­son, sem þá var for­stöðu­maður trú­fé­lags Zúista, frá sér til­kynningu um að hann hefði látið af störfum. Þá sagði hann að bestu minningarnar úr starfinu væru giftingar sem hann hefði fram­kvæmt í krafti starfs síns. „Ég er sann­færður um að bæði ný stjórn og for­stöðu­maður muni gæta hags­muna með­lima og stefnu fé­lagsins,“ sagði for­stöðu­maðurinn frá­farandi.

Við upp­haf síðasta árs féll dómur í héraðs­dómi Reykja­víkur þar sem ríkið var sýknað af kröfum fé­lagsins um greiðslu sóknar­gjalda en sýslu­maður Reykja­víkur hafði farið þess á leit við Fjár­sýslu ríkisins að stöðva greiðslur til Zúista þar sem fé­lagið hefði ekki upp­fyllt reglur um virka starf­semi trú­fé­laga.

Héraðs­dómur taldi svör trú­fé­lagsins um starf­semi sína hafi ekki verið full­nægjandi og ekki til þess fallin að gera sýslu­manni kleift að meta hvort starf­semi þess væri virk og stöðug.

„Stefnandi gerir því ekki grein fyrir því hvaða góða mál­efni það var sem hann veitti háa styrki árið 2017, í hverju að­­­keypt þjónusta fyrir um­­­tals­verðar fjár­hæðir fólst, svo og hvaða kostnað tengdan við­burðum fé­lagið þurfti að greiða og síðast en ekki síst hvaða tengdi aðili það var sem fékk afar hátt lán frá stefnanda árið 2017. Í árs­­­reikningnum voru ekki skýringar við einn einasta lið,“ sagði meðal annars í niður­stöðu héraðs­dóms.