For­svars­menn KFC skynd­bita­keðjunnar í Banda­ríkjunum hafa til­kynnt að þeir ætli sér að ýta úr vör sér­stökum vegan nöggum, það er nöggum án allra dýra­af­urða, að minnsta kosti í Banda­ríkjunum og er það til prufunar, að því er segir í um­fjöllun á vef Guar­dian.

Vegan naggarnir verða í boði í sam­starfi við sí­stækkandi fyrir­tæki að nafni „Beyond Meat“ og ætlar KFC sér að bjóða upp á naggana í að minnsta kosti einn dag fyrst um sinn til að prófa. Verður við­skipta­vinum boðnir naggarnir frítt á þeim degi og verða þeir fram­reiddir í grænum um­búðum í stað rauðra.

Haft er eftir Kevin Hochman á vegum kjúk­linga­keðjunnar að við­skipta­vinir muni eiga erfitt með að finna muninn á nöggunum og þeim upp­runa­legu. Gangi prufurnar vel stendur til að bjóða upp á vegan naggana á öllum mat­seðlum KFC í Banda­ríkjunum en hluta­bréf í Beyond Meat ruku upp í kjöl­far fregnanna.

KFC er ekki fyrsta skynd­bita­keðjan sem hefur til­kynnt að hún hyggist gera til­raunir með að bjóða við­skipta­vinum upp á fjöl­breyttari val­kosti á mat­seðlum sínum. Bur­ger King til­kynnti meðal annars vegan Whopper á dögunum og þá kynnti breska bakarí­s­keðjan Greggs að boðið verði upp á vegan val­mögu­leika í stað allra rétta á mat­seðli þeirra.