Fimm framkvæmdastjórar hjá Eimskip keyptu hlutabréf í skipafélaginu í morgun fyrir samtals 200 milljónir króna. 

Framkvæmdastjórarnir eru Hilmar Pétur Valgarðsson, fjármálastjóri, Bragi Þór Marínósson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs, Elín Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðssviðs, Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri flutningasviðs, og Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri innanlandssviðs.

Hvert þeirra keypti fyrir 40 milljónir króna í króna í félaginu í morgun samkvæmt tilkynningum til Kauphallarinnar um viðskipti fruminnherja. 

Öll viðskiptin áttu sér stað í gegnum nýstöfnuð einkahlutafélög.