Framtakssjóðurinn Horn III, sem stýrt er af Landsbréfum, keypti 40 prósenta hlut í bílaleigunni Hertz fyrir 1,16 millarða króna vorið 2018. Verðmæti hlutafjár bílaleigunnar var því 2,9 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársreikningi sjóðsins.

Fyrir söluna áttu feðgarnir Sigfús R. Sigfússon og Sigfús B. Sigfússon ásamt bræðrunum Hendriki og Sigurði Berndsen bílaleiguna að fullu. Þeir keyptu Hertz af Landsbankanum árið 2010. Hver um sig átti fjórðungs hlut og fékk því 290 milljónir í sinn hlut við söluna.

Hinir þrír síðast nefndu áttu ALP bílaleigu, sem starfaði undir merkjum Budget, á árunum 2000 til 2004. Sigurfús R. var lengi forstjóri bílaumboðsins Heklu, sem faðir hans stofnaði, og stór hluthafi til ársins 2002.

Árið 2010 velti Hertz einum milljarði króna en sjö árum síðar nam veltan tæpum þremur milljörðum króna. Hagnaðurinn var álíka á milli tímabilanna eða um 90 milljónir króna. Hins vegar var hagnaðurinn 342 milljónir króna árið 2016