Jón Gunnar Jóns­son, for­stjóri Sam­göngu­stofu, af­henti Önnu Björk Bjarna­dóttur, fram­kvæmda­stjóra þjónustu og rekstrar hjá Isavia starfs­leyfi flug­um­ferðar­þjónustu með form­legum hætti á dögunum.

Það var af­hent að undan­gengnu sam­þykktar­ferli og með breyttu fyrir­komu­lagi tekur Isavia við bæði dag­legum rekstri og fag­legri um­sjón flug­um­ferðar­þjónustunnar á Kefla­víkur­flug­velli. Á­fram verður náið sam­starf við Isavia ANS, dóttur­fé­lag Isavia, um rekstur starf­seminnar og sam­legðar­á­hrif í rekstri beggja fyrir­tækja nýtt líkt og kostur er í gegnum þjónustu­samning.

Skömmu eftir skipu­lags­breytingar Isavia árið 2019, þar sem meðal annars var stofnað sér­stakt fé­lag utan um rekstur flug­leið­sögu hjá dóttur­fé­laginu Isavia ANS, var á­kveðið að flug­um­ferðar­þjónusta á Kefla­víkur­flug­velli yrði að fullu hluti af dag­legum rekstri Isavia.

Með því móti eru allir helstu þjónustu­þættir sem snúa að rekstri Kefla­víkur­flug­vallar á sömu hendi. Rekstur dag­legrar starf­semi flug­turnsins í Kefla­vík hefur til þessa verið að stórum hluta á for­ræði Þjónustu og rekstrar­sviðs á meðan fag­leg yfir­sjón hefur verið á hendi Isavia ANS.

Þjónustu og rekstrar­svið mun í fram­haldi breytingarinnar hafa með höndum stjórnun á flug­um­ferð á Kefla­víkur­flug­velli og loft­rýminu þar í kring, sem nær frá jörðu upp í 3000 fet.