Fjöldi þinglýstra kaupsamninga í ágúst jókst um 40 prósent samanborið við sama mánuð í fyrra samkvæmt tölum frá Þjóðskrá.

Mikið líf hefur verið á fasteignamarkaði að undanförnu og hefur fasteignasala aukist mikið milli ára.

Forsvarsfólk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) segja ljóst að umsvifin seinustu mánuði hafi verið mikil.

„Ef fjöldi samninga í júlí og ágúst er borinn saman við sama tveggja mánaða tímabil 2018, þegar fasteignamarkaðurinn var í hæstu hæðum, þá er rúmlega 5 prósent aukning í fjölda samninga og 30 prósent miðað við sama tímabil 2019. Sama má segja um landsvæði utan höfuðborgarsvæðisins en þar er 30 prósent aukning milli júlí og ágúst í ár og ársins 2018 og 20 prósent miðað við 2019,“ segirá vef HMS.

Sterkar vísbendingar eru uppi um mikil umsvif á fasteignamarkaði að undanförnu og er ljóst að ekkert lát er þar á. Þetta benda skammtímavísar HMS á en meðal annars er litið til fjölda söluauglýsinga sem teknar eru úr birtingu. Sögulega hefur verið mikil fylgni milli fjölda auglýsinga sem eru teknar úr birtingu og fjölda útgefinna kaupsamninga.

Skammtímavísar HMS benda til að mikil aukning hefur verið seinustu mánuð. Hér má sjá tölur yfir fjölda söluauglýsinga teknar úr birtingu.
Mynd: Húsnæðis - og mannvirkjastofnun